Gegnumbrot Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að Framararnum Þorsteini Gauta Hjálmarssyni í Mosfellsbænum í gærkvöldi.
Gegnumbrot Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að Framararnum Þorsteini Gauta Hjálmarssyni í Mosfellsbænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert
Árni Bragi Eyjólfsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson voru markahæstir hjá Aftureldingu þegar liðið hafði betur gegn Fram, 32:30, í úrvalsdeild karla í handknattleik í Framhúsi í Úlfarsárdal í 3. umferð deildarinnar í gær en þeir Árni Bragi og Þorsteinn Leó skoruðu sjö mörk hvor

Árni Bragi Eyjólfsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson voru markahæstir hjá Aftureldingu þegar liðið hafði betur gegn Fram, 32:30, í úrvalsdeild karla í handknattleik í Framhúsi í Úlfarsárdal í 3. umferð deildarinnar í gær en þeir Árni Bragi og Þorsteinn Leó skoruðu sjö mörk hvor. Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14:12, og náðu fjögurra marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks, 21:17, en Afturelding var sterkari á lokamínútunum. Rúnar Kárason og Tryggvi Garðar Jónsson voru markahæstir hjá Fram með sex mörk hvor.

Þá bjargaði Ott Varik stigi fyrir KA gegn HK með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út í Kórnum í Kópavogi. HK-ingar voru sterkari framan af og leiddu nánast allan leikinn. Hjörtur Ingi Halldórsson og Kristófer Bárðarson skoruðu sex mörk hvor fyrir HK og þeir Varik og Einar Rafn Eiðsson sjö mörk hvor fyrir KA.