Átök Inga Dís Jóhannsdóttir og Susan Ines Gamboa tókust á í gær.
Átök Inga Dís Jóhannsdóttir og Susan Ines Gamboa tókust á í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Elín Klara Þorkelsdóttir fór mikinn fyrir Hauka þegar liðið hafði betur gegn nýliðum Aftureldingar, 25:22, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í 3

Elín Klara Þorkelsdóttir fór mikinn fyrir Hauka þegar liðið hafði betur gegn nýliðum Aftureldingar, 25:22, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í 3. umferð deildarinnar í gær en Elín Klara skoraði sex mörk í leiknum. Haukar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14:11, en Susan Ines Gamboa var markahæst hjá Aftureldingu með sex mörk. Saga Sif Gísladóttir varði 15 skot í marki Aftureldingar og var með 41% markvörslu.