Í tilefni Vestnorræna dagsins fer fram málþing í Veröld – húsi Vigdísar í dag kl. 15.30-17.30 undir yfirskriftinni „Staða móðurmálsins og áhrif dönsku og ensku á vestnorræna svæðinu“, en málþingið fer fram á dönsku

Í tilefni Vestnorræna dagsins fer fram málþing í Veröld – húsi Vigdísar í dag kl. 15.30-17.30 undir yfirskriftinni „Staða móðurmálsins og áhrif dönsku og ensku á vestnorræna svæðinu“, en málþingið fer fram á dönsku. Á málþinginu verður fjallað um tengsl íslensku, færeysku, grænlensku og norsku við dönsku og ensku og varpað ljósi á stöðu tungumálanna í samtímanum. Jafnframt verður fjallað um nýjar rannsóknir á tungumálatengslum og þróun tungumála á vestnorræna svæðinu. Að málþingi loknu hefst í Norræna húsinu kl. 18 menningardagskrá þar sem vísnasöngkonan Þorgerður Ása flytur nokkur vestnorræn lög í bland við eigið efni.