Stuð Björgvin Franz ásamt Veru Illugadóttur og hljómsveit.
Stuð Björgvin Franz ásamt Veru Illugadóttur og hljómsveit.
Jim Morrison 80 ára nefnist afmælissýning með lifandi undirleik og sögustund um líf og örlög forsprakka hljómsveitarinnar The Doors sem sýnd verður í Háskólabíói á laugardag kl. 20. „Söngvari ársins á Grímu-verðlaununum, Björgvin Franz, lifnar …

Jim Morrison 80 ára nefnist afmælissýning með lifandi undirleik og sögustund um líf og örlög forsprakka hljómsveitarinnar The Doors sem sýnd verður í Háskólabíói á laugardag kl. 20. „Söngvari ársins á Grímu-verðlaununum, Björgvin Franz, lifnar við í hlutverki Morrisons ásamt hljómsveitinni The Doors tribute band sem leikur undir öll helstu lög sveitarinnar. Sérstakur sögumaður er Vera Illugadóttir sem mun varpa ljósi á sögu Morrisons og hljómsveitarinnar,“ segir í viðburðarkynningu. Hljómsveitina skipa þeir Daði Birgisson á hljómborð, Börkur Hrafn Birgisson á gítar, Kristinn Snær Agnarsson á trommur, Birgir Kárason á bassa, Albert Sölvi Óskarsson á barítón saxófón, Sólveig Morávek á tenór saxófón og Tumi Torfason á trompet. Leikstjóri sýningarinnar er Greta Salóme. Miðar fást á midix.is.