Fé Boðnir voru verðtryggðir og óverðtryggðir flokkar.
Fé Boðnir voru verðtryggðir og óverðtryggðir flokkar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykja­vík­ur­borg lauk í gær fjár­mögn­un upp á rúm­lega fjóra millj­arða með útboði á tveim­ur skulda­bréfa­flokk­um, RVK 32 og RVKN 35. Sá fyrr­nefndi er verðtryggður og sá síðar­nefndi óverðtryggður

Reykja­vík­ur­borg lauk í gær fjár­mögn­un upp á rúm­lega fjóra millj­arða með útboði á tveim­ur skulda­bréfa­flokk­um, RVK 32 og RVKN 35. Sá fyrr­nefndi er verðtryggður og sá síðar­nefndi óverðtryggður. Útboðinu hafði verið seinkað um tvær vik­ur frá upp­haf­legri áætl­un.

Í heild­ina bár­ust til­boð að nafn­v­irði 4.300 millj­ón­ir króna í flokk­ana. Heild­ar­til­boð í RVK 32 voru sam­tals 2.100 millj­ón­ir króna að nafn­v­irði á bil­inu 4,59%-4,75%. Heild­ar­til­boð í RVKN 35 voru sam­tals 2.200 millj­ón­ir króna að nafn­v­irði á ávöxt­un­ar­kröf­unni 9,64%-9,80%.

At­hygli vek­ur að sömu óverðtryggðu bréf, RVKN 35, voru einnig boðin út í síðasta útboði borg­ar­inn­ar sem fram fór um miðjan ág­úst. Þar ákvað borg­in að hafna öll­um þeim til­boðum sem bárust þrátt fyr­ir rúm­lega eins pró­sents lægri kröfu.

Heild­ar­til­boð í útboðinu í ág­úst námu þá sam­tals 1.050 millj­ón­um króna að nafn­v­irði á rúm­lega 8,5% ávöxt­un­ar­kröfu en í útboðinu í gær var hins ­veg­ar ákveðið að taka til­boðum að nafn­v­irði 2.040 m.kr. á ávöxt­un­ar­kröf­unni 9,78%.