— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er oft kallaður, var gestur í Ísland vaknar á dögunum. Sævar er byrjaður að undirbúa sig undir viðburð árið 2026 sem margir eru spenntir fyrir

Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er oft kallaður, var gestur í Ísland vaknar á dögunum. Sævar er byrjaður að undirbúa sig undir viðburð árið 2026 sem margir eru spenntir fyrir. „Þetta er sem sagt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan árið 1433. Þetta er eitt fallegasta sjónarspil sem hægt er að hugsa sér. Tunglið fer fyrir sólina og myrkvar hana alveg. Ég hef séð þrjá slíka og farið að hágráta í öll skiptin, þannig að ég ætla að sjálfsögðu að gera það líka árið 2026.“
Hlustaðu á Ísland vaknar á K100.is.