30 ára Björgvin ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann er menntaður saxófónleikari með BA-gráðu frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi, starfar sem slíkur og hefur tekið þátt í fjölbreyttum tónlistarverkefnum á sviði djass- og popptónlistar undanfarin ár

30 ára Björgvin ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann er menntaður saxófónleikari með BA-gráðu frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi, starfar sem slíkur og hefur tekið þátt í fjölbreyttum tónlistarverkefnum á sviði djass- og popptónlistar undanfarin ár. Hann kemur m.a. reglulega fram með Stórsveit Reykjavíkur. Björgvin er einnig tónlistarkennari Skólahljómsveitar Kópavogs og Tónlistarskóla Seltjarnarness.


Fjölskylda Sambýliskona Björgvins er Valgerður Tryggvadóttir, f. 1993, verkfræðingur hjá Controlant. Dóttir þeirra er Elín Sóley, f. 2023. Foreldrar Björgvins eru hjónin Hjálmar Björgvinsson, f. 1960, lögreglumaður, og Sigríður Helga Einarsdóttir, f. 1958, hjúkrunarfræðingur. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi.