— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EVE Fanfest, hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP, var sett í Grósku í gær. Hátíðin fer nú fram í 16. sinn en í ár er tuttugu ára afmæli tölvuleiksins EVE Online fagnað. Alls eru EVE Online-spilarar frá 56 löndum komnir til landsins af þessu tilefni…

EVE Fanfest, hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP, var sett í Grósku í gær. Hátíðin fer nú fram í 16. sinn en í ár er tuttugu ára afmæli tölvuleiksins EVE Online fagnað. Alls eru EVE Online-spilarar frá 56 löndum komnir til landsins af þessu tilefni auk þess sem fjölmargir blaðamenn og samstarfsaðilar CCP úr tölvuleikja-, nýsköpunar- og tæknigeiranum hafa boðað komu sína. Um tvö þúsund erlendir gestir verða á hátíðinni.

Á myndinni má sjá gesti skrá sig til leiks í Grósku í gær. Dagskrá hátíðarinnar verður í Laugardalshöll um helgina og samanstendur meðal annars af fyrirlestrum og pallborðsumræðum um efnahagsmál og stjórnmál í EVE-heiminum. Einn fyrirlesara er stjörnufræðingurinn Mark McCaughrean frá Geimvísindastofnun Evrópu.