— AFP/Karen Minasyan
Enn sló í brýnu í gær á milli mótmælenda í Jerevan höfuðborg Armeníu og lögreglunnar, en mótmælendur hafa krafist þess að…

Enn sló í brýnu í gær á milli mótmælenda í Jerevan höfuðborg Armeníu og lögreglunnar, en mótmælendur hafa krafist þess að ríkisstjórnin segi af sér í kjölfar hernaðaraðgerða Aserbaísjans í Nagornó-Karabakh-héraði í vikunni. Voru 98 handteknir vegna mótmælanna í gær.

Armenskir aðskilnaðarsinnar ræða nú við stjórnvöld í Aserbaísjan um að vígamenn þeirra fái að yfirgefa landið, en þeir hafa látið af hendi sex brynvarin farartæki og rúmlega 800 vopn síðan þeir gáfust upp fyrir sókn Asera. Armensk stjórnvöld hafa sagt að þau eigi ekki von á flóttamannastraumi frá héraðinu en að þau geti tekið á móti um 40.000 fjölskyldum ef þörf krefur.