Aðdáendur Margir gesta hátíðarinnar lögðu mikið upp úr að klæðast búningum úr tölvuleiknum.
Aðdáendur Margir gesta hátíðarinnar lögðu mikið upp úr að klæðast búningum úr tölvuleiknum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti í gær formlega „EVE Fanfest“, aðdáendahátíð tölvuleiksins EVE Online, í Laugardalshöll fyrir fullum sal af aðdáendum og hönnuðum leiksins. Þetta var annar dagur hátíðarinnar en á fimmtudaginn hófst formleg dagskrá í Grósku

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti í gær formlega „EVE Fanfest“, aðdáendahátíð tölvuleiksins EVE Online, í Laugardalshöll fyrir fullum sal af aðdáendum og hönnuðum leiksins. Þetta var annar dagur hátíðarinnar en á fimmtudaginn hófst formleg dagskrá í Grósku. Gestir ræddu það sín á milli hversu gaman það væri að sjálfur forsetinn mætti. Laugardalshöllin var skreytt eins og heimur í tölvuleiknum, gangarnir sneisafullir af sölubásum og gestum gert kleift að spjalla við starfsmenn framleiðandans, íslenska fyrirtækisins CCP. Sumir gestanna voru klæddir búningum og greinilegt að mikil vinna hafði verið lögð í hönnun þeirra. Á básunum var hægt að kaupa sér föt, fara í klippingu, fá sér húðflúr, kaupa varning og látið mála sig í anda tölvuleiksins.

Stjórnendur CCP fóru yfir framtíðaráform fyrirtækisins og var viðburðurinn vel sóttur enda margir áhugasamir um hvað taki nú við hjá fyrirtækinu sem fagnar því að 20 ár eru liðin frá því að leikurinn EVE Online kom á markað. Síðasti dagur hátíðarinnar er í dag og endar með teiti í kvöld þar sem söngvarinn Daði Freyr Pétursson kemur fram ásamt fleirum. saevar@mbl.is