Inga Lára Lárusdóttir fæddist 23. september 1883 í Selárdal í Arnarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Sigríður Ólafsdóttir, f. 1849, d. 1920, og sr. Lárus Benediktsson, f. 1841, d

Inga Lára Lárusdóttir fæddist 23. september 1883 í Selárdal í Arnarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Sigríður Ólafsdóttir, f. 1849, d. 1920, og sr. Lárus Benediktsson, f. 1841, d. 1920.

Hún nam við Kvennaskólann í Reykjavík og stundaði nám í Danmörku og Svíþjóð. Inga var kennari við Barnaskóla Reykjavíkur 1907-1917 og kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1921. Árið 1917 stofnaði Inga Lára tímaritið 19. júní sem hún ritstýrði og gaf út mánaðarlega samfleytt til ársins 1929.

Inga sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1918-1922. Hún var einn af stofnendum Lestrarfélags kvenna árið 1911 og Heimilisiðnaðarfélags Íslands árið 1913. Hún sat í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, var formaður Bandalags kvenna og sat í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1912-1913.

Inga vann einnig ötullega að Landspítalamálinu svokallaða, var mikil baráttukona fyrir byggingu nýs spítala og var formaður Landspítalasjóðs 1941-1949. Hún tók virkan þátt í alþjóðastarfi kvenfélaga og sótti fundi erlendis, m.a. í Washington 1925.

Inga var ógift og barnlaus.
Inga lést 7. nóvember 1949.