700-800 g þorskur 4 vænir shallotlaukar 1 stilkur sellerí 1 gul paprika 1 rauð paprika 3-400 g kartöflur ½ hvítlaukur 150-200 ml hvítvín 250-300 ml vatn 250-300 ml rjómi Safi úr 1-2 sítrónum (eftir því hversu safaríkar þær eru) Handfylli af…

700-800 g þorskur

4 vænir shallotlaukar

1 stilkur sellerí

1 gul paprika

1 rauð paprika

3-400 g kartöflur

½ hvítlaukur

150-200 ml hvítvín

250-300 ml vatn

250-300 ml rjómi

Safi úr 1-2 sítrónum (eftir því hversu safaríkar þær eru)

Handfylli af ferskri basilíku

Handfylli af ítalskri steinselju

Sjávarsalt

Svartur pipar

250-300 g rækjur

100-150 g parmesan

Kartöflur skrældar og skornar í sneiðar. Paprikan skorin fremur smátt og shallotlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar. Selleríið skorið smátt. Hvítlaukurinn skorinn í sneiðar.

Öllu nema kartöflunum fleygt í pott með ólífuolíu og sjávarsalti. Látið malla smá.

Þá fer hvítvínið út í og látið gufa aðeins upp. Síðan er það vatnið og teningurinn ásamt kartöflum, sítrónusafa og rjóma. Passið að fljóti yfir kartöfurnar en ekki meira en það.

Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er rifnum parmesan bætt í pottinn ásamt kryddjurtum.

Loks er fiskurinn skorinn í bita og settur í pottinn. Látið bullsjóða og setjið lok á pottinn.

Potturinn hristur fram og tilbaka þannig að fljóti yfir fiskinn. Rækjurnar settar ofan á og lagt á borð. Beðið í nokkrar mínútur. Tékkað á hvort fiskurinn sé ekki örugglega eldaður í gegn, annars bara kveikt aftur undir pottinum, fiskinum ýtt aðeins neðar, en passið að það brenni ekkert við botninn!

Kremaður
blaðlaukur

Einn vænn blaðlaukur (eða tveir) þunnt skorinn í sneiðar.

100 g smjör

2-300 ml rjómi

Sjávarsalt

Laukurinn látinn krauma í smjörinu á vægum hita ásamt sjávarsaltinu. Leyft að glærast en ekki taka lit. Þegar hann er orðinn alveg linur er rjómanum bætt í pottinn og leyft að bullsjóða. Úr verður þessi afbragsgóða sósa sem passar stórvel með hvaða einfalda fiskrétti sem er.