Byggt Um 19 þúsund einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað skattfrjálst vegna kaupa eða byggingar á fyrstu íbúð frá því að úrræðið bauðst fyrst.
Byggt Um 19 þúsund einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað skattfrjálst vegna kaupa eða byggingar á fyrstu íbúð frá því að úrræðið bauðst fyrst. — Morgunblaðið/Golli
Frá því að landsmönnum var fyrst heimilað að nýta séreignarsparnað sinn vegna íbúðakaupa eða inn á höfuðstól láns hafa samtals tæplega 67 þúsund einstaklingar nýtt sér þann möguleika að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán fyrir rúma 118…

Frá því að landsmönnum var fyrst heimilað að nýta séreignarsparnað sinn vegna íbúðakaupa eða inn á höfuðstól láns hafa samtals tæplega 67 þúsund einstaklingar nýtt sér þann möguleika að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán fyrir rúma 118 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem fengust í fjármálaráðuneytinu. Á þessum tíma hafa tæplega 19 þúsund einstaklingar nýtt séreignarsparnað sinn skattfrjálst vegna kaupa eða byggingar á fyrstu íbúð fyrir alls tæpa 29 milljarða króna.

Alls hafa því um 86 þúsund manns nýtt sér heimildirnar til að verja hluta af séreignarsparnaði sínum vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eða til ráðstöfunar inn á lán á þeim tíma sem þessi úrræði hafa staðið til boða og nemur samanlögð fjárhæð yfir tímabilið um 147 milljörðum króna.

Nú hefur almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns verið framlengd til 31. desember á árinu 2024. Fram kemur á heimasíðu Skattsins að umsækjendur þurfa að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun fyrir 30. september næstkomandi. omfr@mbl.is