Írland Maríus með Rosa og Elísabet með Ripley í keppninni á Írlandi.
Írland Maríus með Rosa og Elísabet með Ripley í keppninni á Írlandi.
„Þetta voru skemmtilegir og lærdómsríkir dagar, en ekki án áskorana, enda ekki einfalt mál að ferðast með hunda til og frá Íslandi,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, en hún ásamt Maríusi Snæ Halldórssyni tók þátt í heimsmeistaramóti smalahunda á Írlandi á dögunum með hundana Rosa og Ripley

„Þetta voru skemmtilegir og lærdómsríkir dagar, en ekki án áskorana, enda ekki einfalt mál að ferðast með hunda til og frá Íslandi,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, en hún ásamt Maríusi Snæ Halldórssyni tók þátt í heimsmeistaramóti smalahunda á Írlandi á dögunum með hundana Rosa og Ripley.

„Það var keppt á þremur völlum fyrstu tvo dagana. Kindurnar voru mjög næmar og léttar, sem við erum ekki vön frá Íslandi. Ég og Ripley fengum 146 stig og Maríus og Rosi 150 stig,“ segir Elísabet en til að komast í úrslitin þurfti 161-193 stig. „Í lokakeppninni komust 16 hundar áfram í úrslit sem kepptu á lengri braut og flóknari. Þar voru mörg frábærlega vel útfærð rennsli og vinningsrennslið dæmi um stórkostlegt samstarf manns og hunds.“

Petter Landfald frá Noregi, með hundinn Max, átti sigurrennslið, í öðru sæti varð Kevin Evans með Preseli Ci frá Wales og í þriðja sæti Scot Glen frá Kanada með hundinn Pip.

„Við erum fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa fengið að vera fulltrúar Íslands og sannfærð um mikilvægi þess að Ísland sé hluti af þessu samfélagi Border Collie-vinnuhunda um allan heim.“ doraosk@mbl.is