Jóhannes Svavar Rúnarsson
Jóhannes Svavar Rúnarsson
Bíllausi dagurinn var í gær og taldi framkvæmdastjóri Strætó að mun færri einkabílar hefðu verið á götum höfuðborgarsvæðisins en aðra daga. Ekki urðu aðrir endilega varir við þetta og umferðin virtist söm við sig með þeim umferðartöfum sem meirihlutinn í Reykjavík hefur búið til á undanförnum árum. Ný ferðakönnun sem Reykjavíkurborg kynnti í tengslum við bíllausa daginn sýnir að þrátt fyrir að meirihlutinn í Reykjavík hafi staðið gegn öllum þeim samgöngubótum sem myndu létta á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu og flutt vegafé inn í Strætó, hefur enginn árangur náðst þeim megin.

Bíllausi dagurinn var í gær og taldi framkvæmdastjóri Strætó að mun færri einkabílar hefðu verið á götum höfuðborgarsvæðisins en aðra daga. Ekki urðu aðrir endilega varir við þetta og umferðin virtist söm við sig með þeim umferðartöfum sem meirihlutinn í Reykjavík hefur búið til á undanförnum árum. Ný ferðakönnun sem Reykjavíkurborg kynnti í tengslum við bíllausa daginn sýnir að þrátt fyrir að meirihlutinn í Reykjavík hafi staðið gegn öllum þeim samgöngubótum sem myndu létta á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu og flutt vegafé inn í Strætó, hefur enginn árangur náðst þeim megin.

Fyrir tuttugu árum voru 5% ferða farnar með strætó, fyrir rúmum áratug, þegar vinstri menn hættu að bæta vegi og fóru að þrengja götur, voru líka 5% ferða með Strætó. Núna, eftir meira en áratug af því að reyna að koma borgarbúum inn í Strætó, er ferðafjöldinn með Strætó nánast óbreyttur, eða 6%.

En það hefur ekkert dregið úr þráhyggjunni, því að enn er því trúað að hægt sé að ýta fólki inn í Strætó, eins og sást á svörum framkvæmdastjóra Strætó í gær. Hann sagði að einfaldara yrði að halda tímaáætlun ef að fleiri mundu ferðast með Strætó því að þá létti á umferðinni.

Vandinn er bara sá að langflestir vilja ferðast á eigin bíl. Hvenær munu borgaryfirvöld og stofnanir þeirra skilja það?