Aðalbygging Landspítalans við Hringbraut í byggingu. Ártal óþekkt.
Aðalbygging Landspítalans við Hringbraut í byggingu. Ártal óþekkt. — Ljósmynd/Landspítali – Háskólasjúkrahús.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrir skömmu fannst hefti í dánarbúi sem inniheldur söngtexta eftir Þorstein Gíslason og var sunginn þegar Alexandrína Danadrottning lagði hornstein að nýbyggðum Landspítala þann 15. júní árið 1926. Textinn lýtur að lofgjörð um það mikla…

Fyrir skömmu fannst hefti í dánarbúi sem inniheldur söngtexta eftir Þorstein Gíslason og var sunginn þegar Alexandrína Danadrottning lagði hornstein að nýbyggðum Landspítala þann 15. júní árið 1926. Textinn lýtur að lofgjörð um það mikla framfaraskref sem byggingin var og líka að verkið var drifið áfram af hópi kvenna og því við hæfi að það væri drottning Dana sem vígði húsið. Konur hófu fjársöfnun til að byggja nýjan spítala árið 1916 og lögðu stóran skerf til nýbyggingarinnar.

Fyrsta versið er svona:

Það hús, sem rís hjer, helgast kærleiksstörfum;

það helgast líknsemd, eyðing böls og kífs.

Það helgast ment og vitsku, í þrenging þörfum

hins þunga stríðs á milli' dauða’ og lífs.

Það á að breiða faðm mót suðri’ og sólu

og safna geislum fyrir menn, sem þjást;

og það skal boða þeim, sem hröktust, kólu

í þrautum lífsins, samúð, trygð og ást.