Gleði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var eðlilega kampakát með liðsfélögum sínum eftir sigur íslenska landsliðsins á Wales í gærkvöldi.
Gleði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var eðlilega kampakát með liðsfélögum sínum eftir sigur íslenska landsliðsins á Wales í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert
Ísland hóf þátttöku í fyrstu Þjóðadeild kvenna með sigri á Laugardalsvellinum þegar Walesbúar voru lagðir að velli í fyrsta mótsleik þjóðanna frá upphafi, 1:0. Velska liðið sótti mun meira í heildina en íslenska liðið hélt sínum hlut með Glódísi Perlu Viggósdóttur í aðalhlutverki í varnarleiknum

Í Laugardal

Víðir Sigurðsson

Ásta Hind Ómarsdóttir

Jökull Þorkelsson

Jóhann Ingi Hafþórsson

Ísland hóf þátttöku í fyrstu Þjóðadeild kvenna með sigri á Laugardalsvellinum þegar Walesbúar voru lagðir að velli í fyrsta mótsleik þjóðanna frá upphafi, 1:0.

Velska liðið sótti mun meira í heildina en íslenska liðið hélt sínum hlut með Glódísi Perlu Viggósdóttur í aðalhlutverki í varnarleiknum. Glódís skoraði jafnframt sigurmarkið strax á 18. mínútu leiksins. Hlín Eiríksdóttir tók stutta hornspyrnu frá hægri og renndi boltanum á Amöndu Andradóttur. Hún sendi hann beint inn á markteiginn þar sem Glódís skoraði með föstum skalla í hægra hornið. Hennar 10. mark í 115. landsleiknum.

Marktækifærin voru annars fá. Sandra María Jessen nýtti ekki dauðafæri á 16. mínútu og Hildur Antonsdóttir var nærri því að skora eftir skyndisókn undir lokin. Wales skapaði sér nær engin færi þrátt fyrir þunga sókn á köflum og Telma Ívarsdóttir hirti af öryggi það sem kom nálægt markinu.

Höf.: Víðir Sigurðsson, Ásta Hind Ómarsdóttir, Jökull Þorkelsson