Þessi myndlýsing fylgdi fréttinni um Alexander og ferðir hans í Morgunblaðinu, án skýringa. Hér er væntanlega á ferð grímseyskt barn að tefla.
Þessi myndlýsing fylgdi fréttinni um Alexander og ferðir hans í Morgunblaðinu, án skýringa. Hér er væntanlega á ferð grímseyskt barn að tefla.
Sumarið 1953 sigldi hingað til lands með Heklu breskur maður að nafni Alexander. Kominn heim aftur ritaði hann fjörlega grein um ferðalagið sem Morgunblaðið komst yfir. Meðal annars kom þar fram að allir staðir á Íslandi væru tortryggilegir þegar kæmi að veðráttu

Sumarið 1953 sigldi hingað til lands með Heklu breskur maður að nafni Alexander. Kominn heim aftur ritaði hann fjörlega grein um ferðalagið sem Morgunblaðið komst yfir.

Meðal annars kom þar fram að allir staðir á Íslandi væru tortryggilegir þegar kæmi að veðráttu. Verst var þó Grímsey, sjálf uppsprettan að veðravítinu. „Grímsey er ey, þið getið séð að hún er við norðurheimskautsbaug, ef þið lítið á landabréf. Þar búa 93 menn. Þar er víti,“ sagði Alexander þessi. Eftirnafnið fylgdi ekki með.

Tvennt þótti Alexander merkilegast í fari Grímseyinga; annars vegar að þeir kæmu aldrei í land. „Það er af því að þeir hafa eitthvað að fela, og hverju haldið þið að þeir þurfi svo sem að leyna nema þessu veðurbuggi handa brezkum.“

Hins vegar vakti mikill skákáhugi eyjarskeggja athygli Alexanders en börn lærðu víst mannganginn strax þriggja ára. Hitti hann höfðinglegan mann á hestbaki sem tjáði honum að þetta væri landa hans að þakka sem fyrir mörgum árum hefði gefið Grímseyingum manntafl.