Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona er með mörg járn í eldinum en hún er stjórnandi þáttarins Hvunndagshetjur sem sýndir eru á RÚV. Viktoría var gestur Kristínar Sifjar og Þórs Bærings í Ísland vaknar á dögunum

Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona er með mörg járn í eldinum en hún er stjórnandi þáttarins Hvunndagshetjur sem sýndir eru á RÚV. Viktoría var gestur Kristínar Sifjar og Þórs Bærings í Ísland vaknar á dögunum. „Þetta eru sex þættir og í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja hetja. Þetta eru sögur af fólki sem bætir samfélagið á sinn hátt. Að mínu mati er þetta fólkið sem heldur samfélaginu uppi,“ segir Viktoría þegar hún er spurð út í þættina. Hvunndagshetjurnar eru nánast allar valdar af almenningi en fyrir hverja þáttaröð er óskað eftir ábendingum um fólk fyrir þáttinn. „Við reynum svo að hafa þetta fjölbreytt. Hvunndagshetjur er fólk sem vinnur óeigingjarnt starf, hefur sérstaka sýn og vinnur vinnuna sína á hátt sem þykir eftirtektarverður. Sjá nánar á K100.is.