Ozzy vill ekki lengur undir hnífinn.
Ozzy vill ekki lengur undir hnífinn. — AFP/Kevork Djansezian
Aðgerðir Ozzy Osbourne fór enn og aftur undir hnífinn í vikunni til að freista þess að laga áverka sem hann varð fyrir á baki og hálsi í slysum, fyrst 2003 og svo aftur 2019. „Þetta verður síðasta aðgerðin á hálsinum,“ sagði hann í hlaðvarpi Osbourne-fjölskyldunnar

Aðgerðir Ozzy Osbourne fór enn og aftur undir hnífinn í vikunni til að freista þess að laga áverka sem hann varð fyrir á baki og hálsi í slysum, fyrst 2003 og svo aftur 2019. „Þetta verður síðasta aðgerðin á hálsinum,“ sagði hann í hlaðvarpi Osbourne-fjölskyldunnar. „Ég get ekki meir. Sama hvernig tekst til núna þá fer ég ekki í fleiri aðgerðir. Ég get það ekki.“ Annars trúði kappinn Jack syni sínum fyrir því að það að fara í skurðaðgerð væri orðið eins og að fara til hárskera, svo rammt hefði kveðið að aðgerðunum. „Þegar ég geng er eins og múrsteinar séu tjóðraðir við fæturna á mér. En ég er samt aðeins betri.“