Sufjan Stevens í Fríkirkjunni 2006.
Sufjan Stevens í Fríkirkjunni 2006.
Bandaríski indítónlistar­maðurinn Sufjan Stevens upplýsti í instagram-­færslu í vikunni að hann gæti ekki lengur gengið, en hann greindist nýverið með Guillain-Barré-sjúkdóminn. Um er að ræða sjaldgæfan bólgusjúkdóm þar sem ónæmiskerfið ræðst á eigið úttaugakerfi

Bandaríski indítónlistar­maðurinn Sufjan Stevens upplýsti í instagram-­færslu í vikunni að hann gæti ekki lengur gengið, en hann greindist nýverið með Guillain-Barré-sjúkdóminn. Um er að ræða sjaldgæfan bólgusjúkdóm þar sem ónæmiskerfið ræðst á eigið úttaugakerfi. „Í seinasta mánuði vaknaði ég upp einn daginn og gat ekki gengið,“ skrifar Stevens og lýsir því einnig að hann hafi fundið fyrir doða í útlimum og máttleysi í líkamanum. Samkvæmt frétt BBC um málið er engin lækning við ­sjúkdómnum, en flestir jafna sig að fullu á einu ári. „Ég er því vongóður,“ skrifar Stevens.