Tónskáld Daníel Bjarnason.
Tónskáld Daníel Bjarnason. — Morgunblaðið/Valli
Íslensk-bandaríski strengja­kvartettinn QuartetES kemur fram á tónleikum í tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Á efnisskránni er ­frumflutningur á tveimur verkum; kvartett eftir bandaríska tónskáldið Robert Carl …

Íslensk-bandaríski strengja­kvartettinn QuartetES kemur fram á tónleikum í tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Á efnisskránni er ­frumflutningur á tveimur verkum; kvartett eftir bandaríska tónskáldið Robert Carl og ­útsetningu fyrir strengjakvartett á verki ­Daníels Bjarnasonar Air to ­Breath. Einnig verður fluttur kvartett eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og kvartett nr. 1 eftir Béla Bartók.

QuartetES skipa fiðluleikar­arnir Anton Miller og Ertan Torgul, Rita Porfiris á víólu og Jennifer Kloetzel á selló.