Gögn Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verlsunarinnar, segir að um sé að ræða áskriftarleið sem sé í boði fyrir alla. Hann segir að mælaborðið sé afar gagnlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja.
Gögn Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verlsunarinnar, segir að um sé að ræða áskriftarleið sem sé í boði fyrir alla. Hann segir að mælaborðið sé afar gagnlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja.
Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Rannsóknasetur verslunarinnar hefur sett í loftið mælaborð þar sem stjórnendur fyrirtækja geta fylgst með straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Lausnin ber nafnið Veltan, en mælaborðið fylgist með kortaveltu Íslendinga sem er sett niður á flokka í verslun og þjónustu. Einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með netverslun hérna heima og hversu miklu við eyðum í netverslun erlendis.

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur sett í loftið mælaborð þar sem stjórnendur fyrirtækja geta fylgst með straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Lausnin ber nafnið Veltan, en mælaborðið fylgist með kortaveltu Íslendinga sem er sett niður á flokka í verslun og þjónustu. Einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með netverslun hérna heima og hversu miklu við eyðum í netverslun erlendis.

Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir að um sé að ræða áskriftarleið sem sé í boði bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

„Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að fylgjast með þróun gagna og við bjóðum upp á gagnlegar upplýsingar sem tengjast stefnum og straumum í verslun og þjónustu. Við höfum áður boðið upp á aðgang að alls kyns gögnum og það hefur reynst mörgum stjórnendum í atvinnulífinu nytsamlegt en með þessari nýju lausn vonumst við til að fá fleiri inn í kerfin okkar,“ segir Magnús og bætir við að mælaborðið bjóði upp á fjölbreytt úrval gagna.

„Það ber helst að nefna kortaveltu Íslendinga og netverslun bæði innanlands og erlendis. En við erum einnig með smásöluvístitölu og þar reynum við að meta stærð markaða í þessum geirum,“ segir Magnús.

Viðtökurnar góðar

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og hefur í gegnum tíðina fylgst með neytendahegðun Íslendinga. Magnús segir að stofnunin hafi sett mælaborð á laggirnar í fyrra en markmiðið með veltan.is sé að auka sýnileika gagnanna.

„Við erum núna að draga þetta úr skelinni og búa til meiri vöru úr þessu. Við ætlum að fylgja því eftir með því að hitta fólk og fyrirtæki. Áhugasamir geta fengið stuttan kynningarfund á netinu inni á síðunni okkar.“

Magnús segir að viðtökurnar við mælaborðinu hafi verið mjög góðar og að hann vonist til að stofnunin nái til enn fleiri með tilkomu nýju lausnarinnar.

„Það er mikið horft til þess sem við erum að gera, sérstaklega kortaveltunnar og netverslunar,“ bætir hann við.

Spurður hvað sé fram undan hjá Rannsóknasetri verslunarinnar segir Magnús að það sé fyrst og fremst að vekja athygli á nýju lausninni og kynna hana fleirum.

„Það er ýmislegt í gangi hjá okkur. Við erum um þessar mundir að einbeita okkur að því að þróa þessa nýju lausn og kynna hana. Við vonumst einnig til að þegar fram líða stundir munum við stækka ennþá meira og jafnvel bjóða upp á fleiri upplýsingar. Það verður þó að koma í ljós,“ segir Magnús.