Lax Elliðaárnar í Reykjavík eru gjöfular og með betri laxveiðiám landsins.
Lax Elliðaárnar í Reykjavík eru gjöfular og með betri laxveiðiám landsins. — Morgunblaðið/Einar Falur
Verið er að undirbúa framleiðslu á grindum sem eiga að koma í veg fyrir mögulega komu eldislaxa í Elliðaárnar. Þeim verður komið fyrir í Teljarastreng. „Við stefnum að því að loka þeim til öryggis,“ segir Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Verið er að undirbúa framleiðslu á grindum sem eiga að koma í veg fyrir mögulega komu eldislaxa í Elliðaárnar. Þeim verður komið fyrir í Teljarastreng. „Við stefnum að því að loka þeim til öryggis,“ segir Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það gæti gerst á næstu dögum. Veiðum í ánum er nú lokið og myndavélateljarinn kominn á þurrt þannig að erfitt er að fylgjast með því hvort eldislax leggur leið sína þangað.

Fleiri leigutakar hafa tekið á það ráð að girða ár sínar af til að vernda villta laxastofna þar sem því verður við komið. Þeir hafa þó ekki hátt um það enda málið viðkvæmt í veiðiheiminum. Vart hefur orðið við strokulaxa úr eldi víða um landið. Vegna ástandsins hefur Fiskistofa framlengt veiðitímabilið til 15. nóvember. » 14