Tríó Eyjólfur, Steinunn og Björk.
Tríó Eyjólfur, Steinunn og Björk.
Tríóið Gadus Morhua ensemble heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirku í kvöld kl. 20. Tríóið skipa Björk Níelsdóttir söngkona, Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og flautuleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir skáld og sellóleikari

Tríóið Gadus Morhua ensemble heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirku í kvöld kl. 20. Tríóið skipa Björk Níelsdóttir söngkona, Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og flautuleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir skáld og sellóleikari. Þau ráðast nú „til atlögu við íslensku fjárlögin, söngvasafn Sigfúsar Einarssonar og Halldórs Jónassonar frá árunum 1915-1916. Söngvasafnið var svo vinsælt að upp úr því var sungið á hverju heimili áratugum saman. Vinsældir fjárlaganna svokölluðu eru ef til vill að dala með minnkandi söng á heimilum landans. Óneitanlega eru þau þó enn kær og flestum kunn,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að gestastjarna á tónleikunum sé Kári Þormar organisti og að aðgangur sé ókeypis.