Angurværð Við tökur myndarinnar.
Angurværð Við tökur myndarinnar.
Stuttmyndin Angurværð verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun, sunnudag, kl. 15. Leikstjóri myndarinnar, Magnús Gíslason, er 14 ára. Hún fjallar, samkvæmt tilkynningu, um drenginn Fernando sem verður fyrir einelti í skólanum og kynnist Dulce, stelpu…

Stuttmyndin Angurværð verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun, sunnudag, kl. 15. Leikstjóri myndarinnar, Magnús Gíslason, er 14 ára. Hún fjallar, samkvæmt tilkynningu, um drenginn Fernando sem verður fyrir einelti í skólanum og kynnist Dulce, stelpu frá Venesúela sem er að sækja um vernd á Íslandi. „Þetta er áhrifamikil mynd um erfitt málefni og eru nær allir leikararnir undir 16 ára aldri,“ segir þar jafnframt. Myndin er á íslensku og spænsku en sýnd með enskum texta.