Skjöldurinn Hann hefur verið í Landsbókasafninu síðan í fyrra.
Skjöldurinn Hann hefur verið í Landsbókasafninu síðan í fyrra. — Ljósmynd/Landsbókasafnið
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Undanfarna daga hefur íslenski rithöfundurinn Guðmundur Kamban verið til umfjöllunar á síðum blaðsins eftir að hulunni var svipt af banamanni hans í grein Guðmundar Magnússonar í blaðinu á fimmtudaginn

Undanfarna daga hefur íslenski rithöfundurinn Guðmundur Kamban verið til umfjöllunar á síðum blaðsins eftir að hulunni var svipt af banamanni hans í grein Guðmundar Magnússonar í blaðinu á fimmtudaginn.

Athygli blaðsins hefur verið vakin á því að ýmis gögn sem tengjast Guðmundi Kamban séu varðveitt í Landsbókasafni Íslands eða Þjóðarbókhlöðunni eins og byggingin er gjarnan kölluð.

Er þar að finna minningarskjöldinn sem settur var upp við Uppsalagötu 20 hinn 27. júní árið 1990. Þar bjó Kamban ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var myrtur á frelsisdeginum 5. maí 1945 og þar var hann skotinn til bana af manni úr andspyrnuhreyfingunni dönsku.

Minningarskjöldurinn var settur upp af hjónunum Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni, en Helga var systurdóttir Kambans. Skjöldurinn var fjarlægður í októbermánuði 2021 eftir að þáverandi húsfélag samþykkti að taka hann niður. Eftir því sem blaðið kemst næst hafði húsfélaginu borist kvörtun vegna tenginga Kambans við Þjóðverja.

Minningarskjöldurinn var afhentur Leikminjasafni 5. maí 2022 og ber safnmarkið LMÍ 2022/7. Handritasafn varðveitir einnig einkaskjalasafn Kambans í þrjátíu og fimm öskjum.