Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson varð í gær fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær þeim áfanga að skora í níu löndum, en hann var á skotskónum fyrir CSKA 1948 Sofia gegn Cherno More í efstu deild Búlgaríu

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson varð í gær fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær þeim áfanga að skora í níu löndum, en hann var á skotskónum fyrir CSKA 1948 Sofia gegn Cherno More í efstu deild Búlgaríu.

Viðar kom inn á sem varamaður á 71. mínútu og jafnaði í 1:1 aðeins tveimur mínútum síðar, en það urðu lokatölur. Með markinu tók Viðar fram úr Eiði Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogasyni, sem hafa skorað í átta löndum.

Viðar hefur skorað í efstu deildum Íslands, Noregs, Kína, Svíþjóðar, Ísraels, Rússlands, Tyrklands, Grikklands og nú Búlgaríu.