Anna Jónsdóttir
Anna Jónsdóttir
Tónleikar með yfirskriftinni „Tímaferðalag um tónsmíðar Wagners“ verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, og hefjast kl. 13.30. Eru þeir hluti af tónleikaröðinni Klassík í Salnum, sem félag íslenskra tónlistarmanna stendur fyrir

Tónleikar með yfirskriftinni „Tímaferðalag um tónsmíðar Wagners“ verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, og hefjast kl. 13.30. Eru þeir hluti af tónleikaröðinni Klassík í Salnum, sem félag íslenskra tónlistarmanna stendur fyrir. Söngkonan Anna Jónsdóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir munu á þessu svokallaða tímaferðalagi byrja á fyrri verkum Richards Wagner og þræða síðan „stíga lita og tónmáls í tímaröð“ eins og segir á vef Salarins. Á efnisskránni verða fjölbreytt sönglög; frönsk ljóð, Wesendonck Lieder og aríur.

Miðasala og nánari upplýsingar má finna á vefnum salurinn.is.