Fríða Ísberg
Fríða Ísberg
Þrír íslenskir höfundar, Sjón, Fríða Ísberg og Ævar Þór Bendiktsson, taka þátt í bókamessunni í Gautaborg 28. september til 1. október. Um er að ræða stærstu bókamessuna á Norðurlöndunum en hana sækja árlega um 100 þúsund gestir

Þrír íslenskir höfundar, Sjón, Fríða Ísberg og Ævar Þór Bendiktsson, taka þátt í bókamessunni í Gautaborg 28. september til 1. október. Um er að ræða stærstu bókamessuna á Norðurlöndunum en hana sækja árlega um 100 þúsund gestir.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í samstarfi við stjórnendur bókamessunnar skipulagt þátttöku íslensku höfundanna í fjölbreyttum viðburðum á messunni í ár. Sjón mun meðal annars ræða við danska höfundinn Solvej Balle og Fríða tekur þátt í málstofu um norræna dystópíu. Þá tekur Ævar m.a. þátt í barnadagskrá undir yfirskriftinni „Leikandi lestur“ með þekktum sænskum höfundi og sjónvarpsmanni, David Sundin. Frekari upplýsingar um dagskrá Gautaborgarmessunnar má finna á vef Miðstöðvarinnar islit.is.