Grafík Eitt verkanna á sýningunni.
Grafík Eitt verkanna á sýningunni.
Sýningin IS/POL hefur verið opnuð í SÍM-salnum Hafnarstræti 16, en þar getur að líta grafíkverk eftir 20 listamenn frá Íslandi og Póllandi. „Tilurð sýningarinnar er margþætt listrænt samstarf milli landanna undanfarin ár

Sýningin IS/POL hefur verið opnuð í SÍM-salnum Hafnarstræti 16, en þar getur að líta grafíkverk eftir 20 listamenn frá Íslandi og Póllandi. „Tilurð sýningarinnar er margþætt listrænt samstarf milli landanna undanfarin ár. Það hófst árið 2017 að frumkvæði Jan Metejko-listaakademíunnar í Krakow við íslenska listamenn og listastofnanir og hefur m.a. innifalið gagnkvæmar heimsóknir, málþing, vinnustofur og sýningar. Sýningarstjórarnir hafa nú valið hóp listamanna frá báðum löndum til að sýna með sér á Íslandi. Síðar á þessu ári heldur sýningin áfram við opnun nýrrar byggingar grafíkdeildar Listaakademíunnar í Krakow,“ segir í tilkynningu.

Sýnendur eru Sigurður Atli Sigurðsson, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Kristbergur Ó. Pétursson, Joe Keys, Soffía Sæmundsdóttir, Elva V. Hreiðarsdóttir, Emilia Telese, Elísabet Stefánsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningarstjórar eru Soffía Sæmundsdóttir, Marta Bozyk og Mateusz Otreba. Sýningin, sem stendur til 21. október, er opin virka daga kl. 12-16.