Skúlptúr / skúlptúr nefnist sýning sem opnuð verður í Gerðarsafni í dag kl. 16. „Sýningin nú er ferðalag í gegnum heim skúlptúrsins – leiðangur milli verka þar sem endurspeglast hvernig samtímahöggmyndalistin umlykur mismunandi hreyfingar innan listarinnar þar sem kjarninn er tilraunamennska

Skúlptúr / skúlptúr nefnist sýning sem opnuð verður í Gerðarsafni í dag kl. 16. „Sýningin nú er ferðalag í gegnum heim skúlptúrsins – leiðangur milli verka þar sem endurspeglast hvernig samtímahöggmyndalistin umlykur mismunandi hreyfingar innan listarinnar þar sem kjarninn er tilraunamennska. Að þessu sinni var valinn alþjóðlegur hópur 10 listamanna af ólíkum kynslóðum, fimm erlendir og fimm innlendir,“ segir í kynningu. Sýnendur eru Andreas Brunner, Anna Líndal, Claire Paugam, Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Ingrid Ogenstedt, Ívar Glói Gunnarsson Breiðfjörð, Martha Haywood og Raimonda Sereikaitė. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Cedet Gaihede.