Við Aðaltorg Hraðhleðslustöð InstaVolt er gegnt Leifsstöð.
Við Aðaltorg Hraðhleðslustöð InstaVolt er gegnt Leifsstöð. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ben Smith markaðsstjóri InstaVolt segir 20 hraðhleðslustöðvar fyrirtækisins við Aðaltorg í Keflavík, gegnt Leifsstöð, hafa verið mikið notaðar. „Við opnuðum stöðina 6. júní síðastliðinn og höfum síðan þjónustað ríflega 1.500 rafbíla

Ben Smith markaðsstjóri InstaVolt segir 20 hraðhleðslustöðvar fyrirtækisins við Aðaltorg í Keflavík, gegnt Leifsstöð, hafa verið mikið notaðar.

„Við opnuðum stöðina 6. júní síðastliðinn og höfum síðan þjónustað ríflega 1.500 rafbíla. Þar með talið heimamenn og ferðamenn sem leigja rafbíla til að skoða undur Íslands. Velgengni stöðvarinnar hefur gert okkur kleift að hefja vinnu við aðra hraðhleðslustöð við Friðheima en við höfum áætlanir um að setja upp 200 hraðhleðslustöðvar víðs vegar um landið,“ segir Smith.