Japan Dagur Sigurðsson og hans menn lögðu Kínverja að velli.
Japan Dagur Sigurðsson og hans menn lögðu Kínverja að velli. — AFP
Japan og Barein, undir stjórn Dags Sigurðssonar og Arons Kristjánssonar, fóru vel af stað í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Asíuleikanna í karlaflokki í Hangzhou í Kína í gær. Leikið er í riðlum í átta liða úrslitum og í 1

Japan og Barein, undir stjórn Dags Sigurðssonar og Arons Kristjánssonar, fóru vel af stað í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Asíuleikanna í karlaflokki í Hangzhou í Kína í gær. Leikið er í riðlum í átta liða úrslitum og í 1. riðli vann Barein sigur á Suður-Kóreu, 29:26, en Japan sigraði Kína, 28:23, í 2. riðli. Í 1. riðli vann Kúveit sigur á Íran, 24:22, og Katar burstaði Kasakstan í 2. riðli, 46:13. Tvö lið úr hvorum riðli komast áfram.