Andrei Trósjev
Andrei Trósjev
Rússlandsforseti hefur átt fund með Andrei Trósjev, sem áður veitti Wagnerforingjanum sáluga, Jevgení Prig­ósjín, aðstoð sína og ráðgjöf. Var hann beðinn að taka yfir stjórn Wagnerliða í Úkraínu og heyra beint undir varnarmálaráðuneytið rússneska

Rússlandsforseti hefur átt fund með Andrei Trósjev, sem áður veitti Wagnerforingjanum sáluga, Jevgení Prig­ósjín, aðstoð sína og ráðgjöf. Var hann beðinn að taka yfir stjórn Wagnerliða í Úkraínu og heyra beint undir varnarmálaráðuneytið rússneska. Kreml greinir frá.

Trósjev er þekktur undir viðurnefninu „sá grái“ og er það silfurgrátt hárið á höfði hans sem er rótin að þeirri nafngift. Hann er margreyndur á vígvelli, hefur tekið þátt í vopnuðum átökum í Afganistan, Tsjetsjeníu og Sýrlandi. Fyrir unnin störf í þágu Moskvuvaldsins hefur Trósjev m.a. fengið nafnbótina „hetja Rússlands“.