Minningarstund Forsetinn sést hér taka í hönd eldri manns við athöfnina.
Minningarstund Forsetinn sést hér taka í hönd eldri manns við athöfnina. — AFP/Úkraínustjórn
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti tók í gær þátt í minningarathöfn um þá fjölmörgu sem á tímum seinna stríðs voru myrtir af hersveitum Þriðja ríkis Þýskalands í dalnum Babí Jar. Rösklega hundrað þúsund manns féllu á þessum stað árin 1941-1943, langflestir þeirra gyðingar

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti tók í gær þátt í minningarathöfn um þá fjölmörgu sem á tímum seinna stríðs voru myrtir af hersveitum Þriðja ríkis Þýskalands í dalnum Babí Jar. Rösklega hundrað þúsund manns féllu á þessum stað árin 1941-1943, langflestir þeirra gyðingar.

„Það skiptir litlu hve langt er um liðið, mannkyn mun minnast þeirra sem féllu fyrir hendi nasistanna,“ sagði Úkraínuforseti m.a. í ávarpi.