— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um lík í sjónum við smábátahöfnina í Reykjavík á tíunda tímanum í gærmorgun. Ekki er grunur um saknæmt athæfi að því er kom fram í frétt mbl.is í gær

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um lík í sjónum við smábátahöfnina í Reykjavík á tíunda tímanum í gærmorgun. Ekki er grunur um saknæmt athæfi að því er kom fram í frétt mbl.is í gær.

„Við teljum okkur vera komin með nokkuð góða mynd af málinu,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, og bætir við að ekki sé talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.