Seðlabankinn þarf að endurgreiða.
Seðlabankinn þarf að endurgreiða.
Seðlabankanum er, með dómi Landsréttar, gert að endurgreiða vátryggingamiðlunarfyrirtækinu Tryggingar og ráðgjöf 26 milljónir króna til baka vegna 35 milljóna króna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) hafði lagt á félagið

Seðlabankanum er, með dómi Landsréttar, gert að endurgreiða vátryggingamiðlunarfyrirtækinu Tryggingar og ráðgjöf 26 milljónir króna til baka vegna 35 milljóna króna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) hafði lagt á félagið. Héraðsdómur hafði áður lækkað upphæðina um tvær milljónir en taldi efnisatriði sektar FME standa. Landsréttur telur þó að meginþorri sektarinnar byggist á röngum grunni.

Málið á rætur sínar að rekja til þess að árið 2019 lagði FME sekt á Tryggingar og ráðgjöf, sem þá var umboðsaðili trygginga slóvakíska vátryggingafélagsins Novis, fyrir brot gegn lögum um vátryggingasamninga með því að upplýsa ekki 125 af 158 viðskiptavini á ákveðnu tímabili árið 2019 um að ekki væri hægt að meta hvort þær tryggingar sem félagið hefði milligöngu um samræmdust þörfum þeirra. Þá taldi FME einnig að fyrirtækið hefði ekki farið að fyrirmælum 45 viðskiptavina af 158 á tímabilinu um fjárfestingakosti, tapþol og áhættustig fjárfestinga. Hvað fyrra atriðið varðar taldi Landsréttur að Tryggingar og ráðgjöf hefðu ekki brotið lög og er Seðlabankanum því gert að endurgreiða sem fyrr segir.