— Ljósmynd/Hari
Ívar Örn Hansen, eða Helvítis kokkurinn eins og hann er gjarnan kallaður, var á línunni í morgunþættinum Ísland vaknar. „Nú hefur borið svolítið á því að alls konar fyrirtæki eru að selja tilbúinn mat og er allt gott að segja um það

Ívar Örn Hansen, eða Helvítis kokkurinn eins og hann er gjarnan kallaður, var á línunni í morgunþættinum Ísland vaknar. „Nú hefur borið svolítið á því að alls konar fyrirtæki eru að selja tilbúinn mat og er allt gott að segja um það. Þá segi ég tilbúinn, kannski niðursneiddur í einhverjum pakkningum, til eldunar. Af hverju gefum við okkur ekki meiri tíma, og ég tala nú ekki um með börnunum okkar, til að elda mat heima? Ég veit alveg að við eigum hálftíma á hverjum degi til þess að elda mat.“ Hlustaðu á Ísland vaknar á K100.is.