Jón Magnússon
Jón Magnússon
Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, skrifar á blog.is að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki setið undir því að félagsmálaráðherra hafi „ákveðið að veita hælisleitendum, sem eru hér ólöglega og búið er að vísa úr landi, sérstaka fjárhagsaðstoð, fæði og húsnæði, þvert á það sem um var talað við breytingu á útlendingalögum“.

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, skrifar á blog.is að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki setið undir því að félagsmálaráðherra hafi „ákveðið að veita hælisleitendum, sem eru hér ólöglega og búið er að vísa úr landi, sérstaka fjárhagsaðstoð, fæði og húsnæði, þvert á það sem um var talað við breytingu á útlendingalögum“.

Og Jón heldur áfram: „Þá átti að ná stjórn á stjórnlausum málaflokki, málefnum ólöglegra innflytjenda. Fyrir utan það að fela Rauða krossinum sérverkefni ætlar félagsmálaráðherra að skikka sveitarfélög til að taka þátt í þessu endemis rugli.

Þeir sem hafa verið hér ólöglega um langa hríð á kostnað skattgreiðenda halda áfram að liggja uppi á skattgreiðendum þó búið sé að vísa þeim úr landi. Allir sem hingað koma geta þá verið fullvissir um það að þeir fá að vera áfram hvað sem tautar og raular. Landamærin eru þá ekki bara hriplek heldur allt þetta hælisleitendastjórnkerfi.

Stjórnvöld ná engum árangri með svona vinnubrögðum.“

Ráðherrar VG hafa ákveðið að láta reyna mjög á þolrifin hjá samstarfsflokkunum og ekki aðeins í þessum málaflokki. Þeir virðast telja að þeir geti farið sínu fram hvað sem lögin segja, hvað þá stjórnarsáttmálinn.

Getur verið að það sé rétt mat hjá þeim?