Geir Sveinsson, bæjarstjóri í Hveragerði, hefur óskað eftir fundi með Karli Óttari Einarssyni, forstjóra Grundarheimilanna, til að fara yfir þau „ömurlegu tíðindi“ sem bárust af fjöldauppsögnum í bænum í vikunni

Geir Sveinsson, bæjarstjóri í Hveragerði, hefur óskað eftir fundi með Karli Óttari Einarssyni, forstjóra Grundarheimilanna, til að fara yfir þau „ömurlegu tíðindi“ sem bárust af fjöldauppsögnum í bænum í vikunni. „Vill Hveragerðisbær koma því á framfæri að bærinn harmar mjög þessar uppsagnir og skorum við á forsvarsmenn Grundarheimilanna að endurskoða þær,“ segir Geir.

Alls missa 38 starfsmenn vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Grundarheimilunum. Verður þvottahús heimilanna í Hveragerði til að mynda lagt niður og ræstingadeild í Ási. Þá verður dregið úr umfangi garðyrkjustöðvar, verkstjórum í viðhaldi fækkað og iðnaðarmönnum sömuleiðis, svo dæmi séu tekin.