Sérfræðingar Dorothée Maria Kirch, Pari Stave og Ingibjörg Hannesdóttir.
Sérfræðingar Dorothée Maria Kirch, Pari Stave og Ingibjörg Hannesdóttir.
Þrír sérfræðingar hafa verið ráðnir til starfa hjá Listasafni Íslands. „Dorothée Maria Kirch hefur tekið við nýju starfi markaðs- og þjónustustjóra. Dorothée er með BA-gráðu í myndlist og MBA-gráðu frá HR

Þrír sérfræðingar hafa verið ráðnir til starfa hjá Listasafni Íslands. „Dorothée Maria Kirch hefur tekið við nýju starfi markaðs- og þjónustustjóra. Dorothée er með BA-gráðu í myndlist og MBA-gráðu frá HR. Pari Stave hefur verið ráðin í starf sýningarstjóra listasafnsins til að leiða stefnumótun sýninga í samvinnu við sérfræðinga safnsins. Pari starfaði í um áratug í Metropolitan-safninu í New York þar sem hún var einn yfirmaður samtímadeildar safnsins. Það er mikill fengur að fá þessa nýju stjórnendur til starfa sem munu styrkja vegferð listasafnsins til að vera leiðandi afl í íslensku menningarsamfélagi, þar sem fagmennska og gæði eru höfð að leiðarljósi í hvívetna undir stjórn Ingibjargar Jóhannsdóttur safnstjóra,“ segir í tilkynningu frá safninu. Loks hefur Ingibjörg Hannesdóttir verið ráðin í starf sérfræðings í fræðslu og miðlun. „Ingibjörg hefur yfirgripsmikla þekkingu á kennslu, miðlun myndlistar og safnfræðslu en hún starfaði áður hjá Listasafni Reykjavíkur. Með ráðningu Ingibjargar stækkar fræðsluteymi safnsins og skólaþjónusta eflist.“