Fiskeldi Bjørn Hembre hringdi bjöllunni á Bíldudal í gær.
Fiskeldi Bjørn Hembre hringdi bjöllunni á Bíldudal í gær.
Það var hátíðleg athöfn þegar Bjørn Hembre, forstjóri Icelandic Salmon, hringdi inn fyrstu við­skiptin á First North-markaðinum að viðstöddu starfsfólki Arnarlax og íbúum á Bíldudal í gærmorgun. Icelandic Salmon er móðurfélag laxeldisfyrirtækisins…

Það var hátíðleg athöfn þegar Bjørn Hembre, forstjóri Icelandic Salmon, hringdi inn fyrstu við­skiptin á First North-markaðinum að viðstöddu starfsfólki Arnarlax og íbúum á Bíldudal í gærmorgun. Icelandic Salmon er móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem var í gær skráð á First North-markaðinn hér á landi. Arnarlax hefur verið með höfuðstöðvar á Bíldudal frá stofnun árið 2010. Félagið rekur átta eldissvæði í þremur fjörðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Velta með bréf félagsins var þó lítil fyrsta daginn, aðeins um 13 milljónir króna.