Camilla Läckberg
Camilla Läckberg
Blaðamaðurinn Lapo Lappin hjá tímaritinu Kvartal telur sig hafa sannanir fyrir því að a.m.k. tvær bækur eftir Camillu Läckberg hafi hreint ekki verið skrifaðar af henni. Lappin nýtti gervigreind til að skoða texta bókanna út frá stíleinkennum…

Blaðamaðurinn Lapo Lappin hjá tímaritinu Kvartal telur sig hafa sannanir fyrir því að a.m.k. tvær bækur eftir Camillu Läckberg hafi hreint ekki verið skrifaðar af henni. Lappin nýtti gervigreind til að skoða texta bókanna út frá stíleinkennum annarra bóka Läckbergs og segir niðurstöðuna ótvírætt benda til þess að Läckberg hafi ekki sjálf skrifað bækurnar Kvinnor utan nåd og Gå i fängelse, sem báðar komu út 2021.

Í færslu á Instagram vísar Läckberg ásökunum á bug og bendir á að hún hafi í umræddum bókum meðvitað skapað tungutak sem hentaði aðalpersónunni, Faye, og að hún hafi í þeim efnum notið aðstoðar Pascals Engman, ritstjóra síns. „Ég hef hrósað Pascal opinberlega fyrir að hjálpa mér að skrifa á nýjan hátt. Það er ekkert leyndarmál. Það heppnaðist greinilega svona líka vel,“ skrifar Läckberg.