Staðan Ásgeir Helgi Magússon kemur fram á sýningunni.
Staðan Ásgeir Helgi Magússon kemur fram á sýningunni. — Morgunblaðið/Ómar
Ný sýning verður opnuð í dag kl. 14 á Kjarvalsstöðum þar sem meðlimir Íslenska dansflokksins hafa valið verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Í tilkynningu segir að Íd og Listasafn Reykjavíkur hafi um árabil átt í gjöfulu samstarfi tengdu…

Ný sýning verður opnuð í dag kl. 14 á Kjarvalsstöðum þar sem meðlimir Íslenska dansflokksins hafa valið verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Í tilkynningu segir að Íd og Listasafn Reykjavíkur hafi um árabil átt í gjöfulu samstarfi tengdu sýningum og viðburðum en báðar stofnanir fagna 50 ára afmæli í ár. Dansarar Íd velja verk úr safneigninni og deila með safngestum og dansarar flokksins dansa nær daglega meðan á sýningu stendur. Nánari upplýsingar eru á vef safnsins.

Dansarar sem koma fram eru Ásgeir Helgi Magnússon, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Shota Inoue og Una Björg Bjarnadóttir. Sýning Íd stendur til 10. október.