Skúli Guðmundur Johnsen fæddist 30. september 1941 í Ögri í Ögursveit, N-Ís. Foreldrar hans voru Baldur Johnsen, f. 1910, d. 2006, læknir, og Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 1908, d. 1996, óperusöngkona. Skúli útskrifaðist úr læknadeild HÍ 1968 og lauk…

Skúli Guðmundur Johnsen fæddist 30. september 1941 í Ögri í Ögursveit, N-Ís. Foreldrar hans voru Baldur Johnsen, f. 1910, d. 2006, læknir, og Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 1908, d. 1996, óperusöngkona.

Skúli útskrifaðist úr læknadeild HÍ 1968 og lauk meistaraprófi í heilbrigðisfræðum frá Edinborgarháskóla 1973.

Hann var héraðslæknir í Vopnafjarðahéraði 1969-1971, aðstoðarborgarlæknir í Reykjavík 1971-1974, borgarlæknir í Reykjavík 1974-1990 og héraðslæknir í Reykjavík 1990-1998 er hann lét af störfum sakir heilsubrests. Hann sinnti jafnframt ráðgjafarstörfum fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina.

Skúli var formaður Stúdentaráðs HÍ 1966-1967, sat í samninganefnd Læknafélags Íslands 1973-1974, almannavarnanefnd Reykjavíkur 1974-1998, sóttvarnarnefnd Reykjavíkur 1974-1996, formaður sjúkraflutninganefndar Reykjavíkur frá 1974, formaður atvinnusjúkdómanefndar ríkisins 1977-1982, sat í byggingarnefnd Borgarspítala 1978-1986, formaður heilbrigðismálaráðs Reykjavíkur frá 1978, í stjórn Vinnueftirlits ríkisins frá 1984 og í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1988-1989.

Skúli var kvæntur Stefaníu V. Stefánsdóttur. Börn þeirra eru þrjú.

Skúli lést 8.9. 2001.