Garður Víðismenn úr Garði fagna bikarnum vel og innilega eftir sigurinn sæta á KFG á Laugardalsvelli í gær.
Garður Víðismenn úr Garði fagna bikarnum vel og innilega eftir sigurinn sæta á KFG á Laugardalsvelli í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Víðir frá Garði er bikarmeistari neðrideildaliða í fótbolta eftir 2:1-sigur á KFG í úrslitaleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi, en keppnin var haldin í fyrsta skipti í ár. Ólafur Bjarni Hákonarson kom KFG yfir á 21

Víðir frá Garði er bikarmeistari neðrideildaliða í fótbolta eftir 2:1-sigur á KFG í úrslitaleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi, en keppnin var haldin í fyrsta skipti í ár.

Ólafur Bjarni Hákonarson kom KFG yfir á 21. mínútu, en 20 mínútum síðar jafnaði Tómas Leó Ásgeirsson með marki úr víti og var staðan í leikhléi jöfn, 1:1. Stefndi allt í framlengingu þegar Elís Már Gunnarsson skoraði sigurmark Víðismanna undir lokin og tryggði liðinu bikarinn.