Útskálakirkja.
Útskálakirkja. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Aðalsteinn Þorvaldsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl

AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Aðalsteinn Þorvaldsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón María Björk Jónsdóttir og Guðný Alma Haraldsdóttir.

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Guðmundar Óskars Ómarssonar organista. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma i safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Kaffi og spjall eftir stundina.

ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13. Félagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt í guðsþjónustunni. Ræðumaður Gunnar Friðrik Birgisson frá Hesteyri. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari. Viktoría Ásgeirsdóttir sér um samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisala Átthagafélags Sléttuhrepps í safnaðarheimilinu Ási að guðsþjónustu lokinni.

Ástjarnarkirkja | Guðsþjónusta kl. 17. Sr. Arnór Bjarki (sr. Nói) leiðir hið talaða mál og Erla Rut leiðir tónlist og safnaðarsöng. Heit kvöldmáltíð í boði fyrir alla kirkjugesti að lokinni guðsþjónustu.

BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Umsjón með stundinni hafa sr. Hans Guðberg, Vilborg Ólöf djákni og Ástvaldur organisti. Lærisveinar hans leika undir sönginn.

BORGARNESKIRKJA | Umhverfismessa kl. 11 sem er tileinkuð tímabili sköpunarverksins. Við komum saman og biðjum fyrir sköpunarverkinu um leið og við þökkum fyrir hina ríkulegu uppskeru jarðar sem við njótum á þessum árstíma. Prestur er sr. Anna Eiríksdóttir, Jónína Erna Arnardóttir leikur undir sálmasöng.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Messukaffi eftir stundina.

DIGRANESKIRKJA | Íþrótta- og sunnudagaskóli í Digraneskirkju kl. 11. Ásdís og Sara hafa umsjón. Súpa og samvera eftir stundina. Messa dagsins klukkan 13 í Hjallakirkju.

FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Barnakórinn við Tjörnina syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að athöfn lokinni.

GARÐAKIRKJA | Batamessa í Garðakirkju kl. 11. Messa byggð á 12 spora kerfinu – andlegu ferðalagi. Sr. Bjarni Karlsson predikar og þjónar fyrir altari. Vitnisburður frá vini í bata. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Boðið upp á hádegishressingu í hlöðunni við bæinn Krók.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. Vörðumessa kl. 13 í Kirkjuselinu í Spöng. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson.

GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Trú og vantrú. Nýr sóknarprestur Fossvogsprestakalls, sr. María G. Ágústsdóttir, prédikar og þjónar ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Þriðjudagur: Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Létt máltíð eftir stundina gegn vægu gjaldi. Fimmtudagur: Kyrrðarbæn (Centering Prayer) kl. 18.15.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. María Rut Baldursdóttir og Tinna Rós úr sunnudagaskólanum, organisti Arnhildur Valgarðsdóttir, kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi og djús eftir samveruna.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Föndur og léttar veitingar eftir messu.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Messuþjónar aðstoða. Barnastarfið er í umsjá Erlends Snæs Erlendssonar, Láru Ruthar Clausen og Rósu Hrannar Árnadóttur.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 13. Sr. Hildur Sigurðardóttir er sett inn í embætti og predikar. Sr. Alfreð Örn og sr. Bryndís Malla prófastur þjóna. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og félagar úr Óperukórnum í Reykjavík sjá um söng. Kaffihlaðborð verður í Digraneskirkju að lokinni athöfn.

Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14.15. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason organisti leikur á hljóðfærið. Almennur söngur.

HVALSNESSÓKN | Sjá Útskálakirkju.

HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay.

Kirkjuselið í Spöng | Vörðumessa kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Við segjum sögur og hlöðum vörður. Kertaljósastund og heilög máltíð. Hugljúf tónlist.

KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur kórstjóra.

LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Krúttakórinn syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Sunnu Karenar Einarsdóttur. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Léttur hádegisverður að messu lokinni.

LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson þjónar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kór Laugarneskirkju syngur, organisti Elísabet Þórðardóttir. Hressing að messu lokinni.

LINDAKIRKJA Í KÓPAVOGI | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20 sem er sérstaklega tileinkuð fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. Fermingarbörn lesa ritningarlestra, Diljá Pétursdóttir syngur með Kór Lindakirkju, stjórnandi er Óskar Einarsson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

Mosfellsprestakall | Sunnudagaskóli kl. 13 í Lágafellskirkju. Gleði, söngur, biblíusaga og brúðuleikrit. Eftir stundina verður í boði hressing í skrúðhúsi og krakkarnir fá fjársjóðskistu með sér heim. Kvöldmessa kl. 20 í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti: Árni Heiðar Karlsson. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Kaffisopi í skrúðhúsi eftir messu.

NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kristrún, Ásdís, Nanna og Ari leiða barnastarfið.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Óli leiða stundina. Tómas Guðni spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Svefn. Dr. Eiríkur Örn Arnarson talar. Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Jóhannes Þorleiksson leikur á trompet. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Nýja safnaðarheimilið tekið formlega í notkun. Tertuhlaðborð og kaffi eftir athöfn. Sunnudagaskóli kl. 13. Söngur, saga og föndur. Á miðvikudag er morgunkaffi kl. 9-11. Samræður um þjóðmál. Foreldramorgunn kl. 10-12. kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður á eftir.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestsþjónustu sinnir sr. Axel Á. Njarðvík og Jón Bjarnason er organisti.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Söngmessa kl. 17. Kirkjukórinn flytur efni sem unnið var með síðasta vetur. Hugvekju flytur Anna Elísabet Gestsdóttir djákni. Góð stund í Guðs húsi.

VÍDALÍNSKIRKJA | Gæludýra- og bangsamessa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Matthildur Bjarnadóttir og Benedikt Sigurðsson leiða stundina. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og Ingvars Alfreðssonar. Gæludýr blessuð í lok stundarinnar. Beint streymi á facebook.com/vidalinskirkja. Sunnudagaskóli í Urriðaholti kl. 10. Inga Hrönn og Trausti taka vel á móti börnunum og hjálpa þeim að blessa bangsana sína. Ath. gæludýr eru því miður ekki leyfð í Urriðaholtsskóla.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Orgelmessa kl. 11. Pétur Nói Stefánsson leikur ýmis orgelverk. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu á eftir.