Mjólk Verð á mjólk til bænda og í heildsölu hækkar á næstu dögum.
Mjólk Verð á mjólk til bænda og í heildsölu hækkar á næstu dögum. — Morgunblaðið/Eggert
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli. 1. október hækkar lágmarksverð 1. fl. mjólkur til bænda um 2,82%, úr 126,20 krónum í 129,76 krónur hver lítri

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli.

1. október hækkar lágmarksverð 1. fl. mjólkur til bænda um 2,82%, úr 126,20 krónum í 129,76 krónur hver lítri. Þá mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara, sem nefndin verðleggur, hækka almennt um 2,3% þann 9. nóvember.

Í tilkynningu segir að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda sé vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í júní og geymdrar hækkunar fjármagnskostnaðar sem hafi hingað til ekki verið reiknað með í gjaldaliðum verðlagsgrundvallar. Frá síðustu verðákvörðun til september 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 0,86% en samanlagt hækkar verðlagsgrundvöllur um 2,82%.