Norður ♠ KDG54 ♥ ÁD53 ♦ K6 ♣ Á5 Vestur ♠ 732 ♥ K62 ♦ – ♣ KDG8743 Austur ♠ Á1096 ♥ 9874 ♦ D73 ♣ 109 Suður ♠ 8 ♥ G10 ♦ ÁG1098542 ♣ 62 Suður spilar 6♦

Norður

♠ KDG54

♥ ÁD53

♦ K6

♣ Á5

Vestur

♠ 732

♥ K62

♦ –

♣ KDG8743

Austur

♠ Á1096

♥ 9874

♦ D73

♣ 109

Suður

♠ 8

♥ G10

♦ ÁG1098542

♣ 62

Suður spilar 6♦.

„Rökrétt,“ segir Óskar ugla. „Langsótt,“ segir Magnús mörgæs. Aldrei þessu vant eru fuglarnir ekki sammála um bestu spilamennsku. Suður verður sagnhafi í tígulslemmu eftir opnun vesturs á 3♣. Útspilið er laufkóngur.

Óskar vill spila litlu trompi undan kóng í öðrum slag og láta GOSANN heima! Svína svo fyrir hjartakóng og henda spaða í þriðja hjartað. Það er vissulega skynsamlegt að geyma tígulkónginn sem innkomu, því vestur getur stíflað hjartað með því að leggja á gosann (eða tíuna). En af hverju að svína tígulgosa? „Ja,“ segir uglan: „Ef vestur á hjartakóng – sem hann verður að eiga – þá á hann varla tíguldrottningu líka til hliðar við blokkina í laufi. Þá myndi hann opna á einu laufi, ekki þremur.“

„Of djúpt fyrir mig,“ segir Magnús, sem vill spila litlum tígli á ÁS í slag tvö: „Vestur getur vel átt tíguldrottningu.“